29. nóvember 2022

Starf hafnsögumanns laust til umsóknar

Vestmannaeyjahöfn auglýsir starf hafnsögumanns laust til umsóknar. 

Um er að ræða fullt starf sem og bakvaktir. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Hafnsögumenn Vestmannaeyjahafnar þurfa að hafa góða samskiptahæfni og færni í mannlegum samskiptum sem og áhuga á að taka þátt í teymisstarfi og umbótaverkefnum.

 

Starfs- og ábyrgðarsvið:

· Hafn- og leiðsaga skipa að og frá Vestmannaeyjahöfn.

· Umsjón með mengunarmálum hafnarinnar.

· Sinna hafnarvernd.

· Móttaka fiskiskipa, farskipa og annarra skipa.

· Vinna að viðhaldi búnaðar, tækja og aðstöðu.

· Afleysing á Lóðsinum og hafnarvog.

· Fylgjast með dýpi hafnar.

· Sinna jafnframt ýmsum verkefnum með hafnarvörðum.

· Sinna öðrum þeim verkefnum sem yfirmaður felur honum.

 

Gerð er krafa um eftirfarandi þekkingu og réttindi:

· Skipstjórnarréttindi C.

· Uppfylla þau skilyrði 13. gr. laga nr. 41/2003 um réttindi til að starfa sem hafnsögumaður.

· Reynsla af skipstjórn.

· Gilt ökuskírteini.

· Tölvukunnátta.

· Góð íslensku- og enskukunnátta.

· Fullnægjandi heilbrigðisvottorð.

Eftirfarandi réttindi eru æskileg. Ef slíkt er ekki til staðar verður viðkomandi að vera tilbúin að sækja þau réttindi sem hafnarstjóri óskar eftir. Slíkt verður gert með stuðningi Vestmannaeyjahafnar.

· Lyftarapróf.

· Verndarfulltrúaréttindi og/eða hafnargæsluréttindi

· Löggilding vigtarmanns

Nánari upplýsingar um starfið veitir Dóra Björk, hafnarstjóri, í síma 488-2545 eða í gegnum netfangið: dora@vestmannaeyjar.is.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Vestmannaeyjabær hvetur alla áhugasama til þess að sækja um starfið óháð kyni.

Skírteini til staðfestingar prófum og réttindum, auk sakavottorðs skal fylgja umsókn. Skila skal umsókn á netfangið dora@vestmannaeyjar.is og merkja „umsókn“. Einnig er hægt að skila umsóknum á Skildingaveg 5, 900 Vestmannaeyjum.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Umsóknarfrestur er til og með 14. desember nk.