14. júní 2021

Staða sérkennara við Grunnskóla Vestmannaeyja

Í Grunnskóla Vestmannaeyja eru rúmlega 500 nemendur og er skólinn starfræktur á tveimur starfsstöðvum, annars vegar í Barnaskóla v/Skólaveg og hins vegar í Hamarsskóla v/Bessahraun.

Staða sérkennara á miðstigi við Grunnskóla Vestmannaeyja er laus til umsóknar. Um er að ræða 80% stöðu, starfsstöð er Barnaskóli.

Viðkomandi þarf að hafa leyfisbréf til kennslu, menntun í sérkennslufræðum eða reynslu af sérkennslu er kostur.

Viðkomandi þarf að vera metnaðarfullur, ábyrgur, áhugasamur, lipur í samskiptum og tilbúinn í öflugt samstarf og með áhuga á teymiskennslu. Mikilvægt er að hafa velferð og þroska nemenda að leiðarljósi.

Sérkennari á miðstigi, sinnir sérkennslu í 5. -7. bekk. Kennir nemendum sem þurfa sérkennslu í bekk eða utan hans.

Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð.

Starfsmaður þarf að geta hafið störf 16. ágúst n.k.

 

Umsóknarfrestur er til 28. júní nk. Umsóknir skulu berast með rafrænum hætti í gegnum heimasíðu Vestmannaeyjabæjar: https://www.vestmannaeyjar.is/thatttaka/umsoknir/

Eða með tölvupósti á annaros@grv.is.

Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og leyfisbréf auk kynningarbréfs þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni í starfið.

Launakjör eru greidd samkvæmt kjarasamningi KÍ og SÍS.

Hvatning er til allra áhugasamra einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 15/2020 og lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019.

 

Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri í síma 488-2202, annaros@grv.is.