2. júní 2021

Staða deildarstjóra á leikskóla laus til umsóknar

Laus er til umsóknar staða deildastjóra á leikskólanum Kirkjugerði í Vestmannaeyjum. Um er að ræða 85-100% starfshlutfall í dagvinnu. Staðan er laus frá 1. ágúst 2021.

Hæfniskröfur:

  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
  • Sérhæfing á leikskólastigi eða reynsla af leikskólastarfi.
  • Góð skipulagshæfni
  • Hæfni í mannlegum samskiptum

Helstu verkefni:

· Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni

· Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan deildarinnar, milli deilda leikskólans og milli leikskólastjóra og deildarinnar.

· Ber ábyrgð á og stýrir deildarfundum og skipuleggur undirbúningstíma starfsfólks.

· Ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og ársáætlun leikskólans.

· Tryggir að sérhvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn, umönnun og/eða sérkennslu eftir þörfum.

· Ber ábyrgð á að meðferðaráætlunum sérfræðinga vegna einstakra barna sé framfylgt.

· Ber ábyrgð á að foreldrar/forráðamenn fái upplýsingar um þroska og líðan barnsins og þá starfssemi sem fer fram á deildinni.

· Sinnir þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun barna og stjórnun deildarinnar sem yfirmaður felur honum.

Umsóknarfrestur er til 18. Júní 2021.

Umsókn, ásamt afriti af leyfisbréfi og ferilskrá, skal senda til leikskólastjóra á netfangið bjarney@vestmannaeyjar.is merkt „Deildastjóri Kirkjugerði“.

Laun eru greidd skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna Félags stjórnenda leikskóla.

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Frekari upplýsingar gefur Bjarney Magnúsdóttir leikskólastjóri Kirkjugerðis í síma 488-2280.

Vestmannaeyjabær vill stuðla að jafnrétti kynja og hvetur því alla óháð kyni að sækja um.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.