16. desember 2020

SAMVINNA EFTIR SKILNAÐ

Fjölskyldu- og fræðslusvið Vestmannaeyja mun á næsta ári taka þátt í verkefninu Samvinna eftir skilnað (SES).

Samvinna eftir skilnað er sérhæfð ráðgjöf til að koma í veg fyrir og/eða til að draga úr ágreiningi foreldra eftir skilnað með hagsmuni barns í huga. Foreldrar geta fengið rafræn námskeið (SES) eða einstaklingsráðgjöf hjá starfsmönnum sviðsins (SES-PRO), allt eftir því hvað hentar hverju sinni.

Starfsfólk félagsþjónustunnar mun snemma í janúar sækja námskeið á vegum félagsmálaráðuneytisins til að fá réttindi til að vinna með námsefnið SES-PRO en hér er um tilraunaverkefni að ræða sem nokkur sveitarfélög taka þátt í árið 2021, þar á meðal Vestmannaeyjabær.

Meðfylgjandi er hlekkur á kynningarmyndband um verkefnið en nánari upplýsingar verða birtar á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar fljótlega, þ.m.t. hvernig hægt verður að sækja um þátttöku.

Nánari upplýsingar er nú þegar hægt að nálgast á heimasíðu verkefnisins samvinnaeftirskilnad.is og einnig má skoða upplýsingar á vefsvæði Hafnarfjarðarbæjar og Fljótsdalshéraðs en þau sveitarfélög hafa þegar innleitt verkefnið. Vestmannaeyjar bætast síðan í hópinn fljótlega á nýju ári ásamt 5 öðrum sveitarfélögum.

Starfsmenn félagsþjónustunnar hlakka til að taka þátt í þessu verkefni á komandi ári og vonast eftir góðum viðbrögðum þegar farið verður að auglýsa eftir þátttakendum.

https://vimeo.com/487166044


Jafnlaunavottun Learncove