22. september 2021

Sálfræðingur óskast – afleysing

Vestmannaeyjabær auglýsir eftir sálfræðingi til starfa hjá fjölskyldu- og fræðslusviði Vestmannaeyjabæjar (100% starfshlutfall). Um er að ræða afleysingu í eitt ár frá og með 1. október 2021. Starfið er á sviði skóla- og félagsþjónustu.

Starfssvið sálfræðings
• Ráðgjöf til foreldra barna og starfsfólks leik- og grunnskóla.
• Forvarnarstarf.
• Sálfræðilegar athuganir og greiningar á börnum, ráðgjöf og eftirfylgd mála.
• Fræðsla og námskeið fyrir foreldra, nemendur og starfsfólk skóla.
• Ráðgjöf og meðferð fyrir fjölskyldur og börn sem njóta þjónustu barnaverndar.

Sálfræðingur vinnur í þverfaglegu samstarfi með kennsluráðgjafa, félagsráðgjafa, starfsfólk skóla, starfsfólk félags- og heilbrigðisþjónustu og öðrum sérfræðingum.

Menntunar- og hæfniskröfur
• Sálfræðimenntun og réttindi til að starfa sem sálfræðingur
• Sjálfstæði í vinnubrögðum
• Góðir skipulagshæfileikar
• Færni í samskiptum
• Hæfni í þverfaglegu samstarfi


Upplýsingar veitir Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar (jonp@vestmannaeyjar.is) í síma 488 2000.

Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningum við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Hvatning er til allra áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020 og lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019.

Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum á netfangið jonp@vestmannaeyjar.is. Með umsókn þarf að fylgja ferilsskrá um fyrri störf og menntun ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember 2021.