1. september 2022

Ráðning innheimtu- og bókhaldsfulltrúa Vestmannaeyjabæjar

Vestmannaeyjabær auglýsti á dögunum starf innheimtu- og bókhaldsfulltrúa laust til umsóknar. Umsóknarfrestur var 17. ágúst sl. Alls sóttu 12 einstaklingar um starfið, tveir karlar og tíu konur.

Eftir mat á umsóknum og starfsviðtöl við nokkra umsækjendur hefur verið ákveðið að ráða Tönju Dögg Guðjónsdóttur í starf innheimtu- og bókhaldsfulltrúa. Tanja Dögg er menntaður sjávarútvegsfræðingur og hefur lokið ýmsum hagnýtum námskeiðum í bókhaldi, launavinnslu, upplýsingakerfum o.fl. Tanja Dögg hefur starfað á Hrafnistu DAS frá árinu 2015 við launavinnslu, bókhald, reikningagerð og sem sérfræðingur. Hún leiddi innleiðingu launakerfis Navision hjá Hrafnistu DAS. Þar áður starfaði hún við launavinnslu og bókhald hjá Vinnslustöðinni.

Tanja Dögg er 32 ára og kvænt Sveini Kristinssyni, vélstjóra. Þau eiga þrjú börn.

Vestmannaeyjabær býður Tönju Dögg velkomna til starfa.