26. febrúar 2021

Loksins, loksins, sjóhundur á Bókasafni

Loksins, loksins, var sagt um bók eina eftir Nóbelsskáldið og nú segjum við hið sama loðnuna.

 Í tilefni af komu hennar í tonnatali til Eyja höfum við dregið fram allskyns bækur sem hafa hafið og sjómennskuna að viðfangsefni. Bækurnar eru eins ólíkar og mögulegt er, sumar fjalla um átök við hafið, aðrar eru ótrúlegar heimildir um lífið við sjóinn og lífið af sjónum á fyrri tíð, barátta sem alltof oft endaði með ósigri. Fræðibækur eru hér í bland við ástarsögur og hetjusögur. Á Bókasafninu er verið að taka saman sérstakt sjávarbókasafn sem ætlunin er að innihaldi allar bækur á íslensku þar sem sjórinn er viðfangsefni eða vettvangur atburða og vonumst við til að sú safndeild verði tilbúin innan tveggja ára.

Það eru allir hjartanlega velkomnir á Bókasafnið og endilega lítið á áhersluhillurnar okkar og hvað þær hafa upp á að bjóða.

Sjavarbaekur