13. september 2022

Heimsókn í "Aldingróður"

Út í sumarið bauð upp á heimsókn í Aldingróður í síðustu viku. 

Þar tóku eigendurnir Einar og Ingunn vel á móti okkur. Aldingróður er ræktunarfyrirtæki sem staðsett er í tveimur gámum við Básaskersbryggju. Aldingróður ræktar sprettur allan ársins hring fyrir mötuneyti og veitingastaði. Ýmist fyrir eða eftir heimsóknina var sest niður á Tanganum, þar sem Hafdís og hennar fólk tóku á móti okkur. Þar var boðið upp á kaffi og köku.

Næsti viðburður Út í sumarið verður þriðjudaginn 20. september kl 14:00. Þá fáum við leiðsögn um Herjólfsbæ. Viðburðurinn verður nánar auglýstur síðar. 

  • Aldingr-2
  • Aldingr-1
  • Aldin-5
  • Aldin-4
  • Aldin-8
  • Aldin-6
  • Aldin-3
  • Aldin-7