8. apríl 2021

GRV hlýtur styrk úr Sprotasjóði

Grunnskóli Vestmannaeyja fékk úthlutað, í samstarfi við fræðsluskrifstofu, styrk að upphæð kr. 2.400.000 úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir þróunarverkefnið Kveikjum neistann.

Verkefnið hefst haustið 2021 og nær styrkurinn til skólaársins 2021-2022 þótt þróunarverkefnið sjálft sé til lengri tíma. Áherslur verkefnisins snúa að læsi og að vinna með áskoranir miðað við færni og áhuga, grunnþætti stærðfræðinnar, náttúruvísindi og hreyfingu.

Sprotasjóður er sameiginlegur sjóður fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og er hlutverk sjóðsins að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi. Í ár bárust sjóðnum 105 umsóknir og hlutu 42 verkefni styrk en styrkurinn sem GRV hlaut var meðal þeirra hæstu sem veittir voru.