1. desember 2022

Grunnskóli Vestmannaeyja auglýsir stöðu danskennara

Í Grunnskóla Vestmannaeyja eru rúmlega 500 nemendur og er skólinn starfræktur á tveimur starfsstöðvum, annars vegar í Barnaskóla v/Skólaveg og hins vegar í Hamarsskóla v/Bessahraun.

Við Grunnskóla Vestmannaeyja er laus eftirfarandi staða til afleysingar á vorönn 2023.

Danskennari, 65% starfshlutfall

 

Hæfnikröfur:

Viðkomandi þarf að hafa kunnáttu og hæfni til að kenna dans, vera metnaðarfullur, ábyrgur, áhugasamur, lipur í samskiptum og tilbúinn í öflugt samstarf, með velferð og þroska nemenda að leiðarljósi. Leyfisbréf til kennslu er kostur. Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð.

Helstu verkefni:

  • Sinnir danskennslu á yngsta stigi.
  • Kennir dans í vali á unglingastigi.
  • Fylgist með námi og þroska allra nemenda sinna og leitast við að skapa kennsluaðstæður sem eru hvetjandi til náms, vinnusemi og þroska.
  • Skipuleggur kennslu sína í samræmi við markmið Aðalnámskrár og stefnu skólans og með hliðsjón af þörfum og þroska nemenda hverju sinni.
    • Beitir fjölbreyttum kennsluaðferðum til að tryggja árangur nemenda
  • Færir einkunnir, umsagnir og mætingu inn í Mentor eftir því sem við á.
  • Tekur þátt í samstarfi við aðra kennara.
  • Leysir úr vandamálum sem upp kunna að koma hjá nemendum.

 

Viðkomandi þarf að geta hafið störf 3. janúar næstkomandi. Umsókn sendist á annaros@grv.is Ekki er sótt um á sérstökum eyðublöðum en umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

Hvatning er til allra áhugasamra einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 15/2020

Umsóknir skulu berast með rafrænum hætti í gegnum heimasíðu Vestmannaeyjabæjar: https://www.vestmannaeyjar.is/thatttaka/umsoknir/ Eða með tölvupósti á annaros@grv.is.

Umsóknarfrestur er til 14. desember. Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningar.