7. júlí 2021

Frábær Goslokahátíð að baki

Nú er frábær Goslokahátíð að baki. Hátíð þar sem veðrið lék stórt hlutverk en gestir hátíðarinnar þó enn stærra með ómældri gleði og jákvæðni og góðri þátttöku í þeim viðburðum og dagskrárliðum sem í boði voru.

Hátíð af þessu tagi er ekki haldin nema með aðkomu fjölmargra aðila og þeim ber að þakka frábært framlag og vel unnin störf. Í ár bættist í bakhjarlahóp hátíðarinnar þegar ákveðið var með skömmum fyrirvara að bæta við dagskrárliðum á Skipasandi. Þar, eins og annars staðar, voru gestir til mikillar fyrirmyndar.Goslokanefnd þakkar öllum sem þátt tóku í hátíðinni á einn eða annan hátt fyrir samveruna og samstöðuna.Sjáumst að ári!

214169470_1723327067855477_8397179136802039407_n