27. júlí 2020

Forstöðumaður Heimaeyjar - vinnu- og hæfingarstöðvar

Vestmannaeyjabær auglýsir eftir metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi í stöðu forstöðumanns fyrir Heimaey – vinnu- og hæfingarstöð (100% starfshlutfall). 

Forstöðumaður ber ábyrgð á þjónustueiningu, innra starfi, starfsmannamálum, rekstri og samskiptum við aðstandendur og samstarfsaðila. Hann veitir leiðsögn og ráðgjöf til þjónustunotenda og starfsmanna auk þess sem hann situr í þjónustuhópi fatlaðs fólks (eldri).

Í Heimaey fer fram dagþjónustu, hæfing, iðja, starfsþjálfun og vernduð vinna samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks. Hlutverk Heimaeyjar er að veita dagþjónustu fyrir fólk sem vegna fötlunar þarf sérhæfða og einstaklingsmiðaða þjónustu, létta vinnu, þjálfun, umönnun og afþreyingu.

Hæfniskröfur:

· Háskólamenntun á félags- og uppeldissviði

· Reynslu af störfum með fötluðum

· Reynsla og samskiptahæfni sem nýtist við starfsmannahald og stjórnun

· Hæfni í mannlegum samskiptum

· Tölvukunnátta

Þarf að geta hafið starf sem fyrst. Greitt er samkvæmt gildandi kjarasamningum við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pétursson framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs í síma 488-2000 eða í gegnum netfangið jonp@vestmannaeyjar.is.

Umsóknarfrestur er til og með 14. ágúst 2020.

Með umsóknum þarf að fylgja ferilskrá um fyrri störf og menntun ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.

Umsókn skal merkt „Forstaða Heimaey“ og berast á skrifstofu Fjölskyldu- og fræðslusviðs, Boðaslóð 8-10 (Rauðagerði), 900 Vestmannaeyjar eða á netfangið jonp@vestmannaeyjar.is. Unnið verður úr umsóknum í samstarfi við ráðgjafafyrirtæki.

Hvatning til allra áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 og lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019.