22. september 2020

Fjölbreytt líf í Íþróttamiðstöðinni

Nú þegar haustið er runnið í garð er allt farið á fullt í íþróttahúsinu.

Hér kemur smá upptalning hvað er um að vera í húsinu frá degi til dags:

  • Öll börn á grunnskólaaldri fara í leikfimi tvisvar sinnum í viku og sund einu sinni í viku.
  • FÍV með íþróttakennslu í húsinu.
  • Janusarverkefnið sem hefur vakið mikla lukku meðal eldri kynslóðarinnar og mæta þau á þriðjudögum og fimmtudögul í líkamsræktina sem og mæta í göngu í Herjólfshöllina á mánudögum.
  • Dugnaður er með tíma alla daga vikunnar nema sunnudaga og eru þeir tímar mjög vel sóttir og eru sífellt að vaxa.
  • Boccia eru með tíma þrisvar sinnum í viku og eru nú komin með tíma fyrir yngri iðkendur og eru þau staðsett í Týrsheimilinu.
  • Fjölbreytt íþróttalíf er í húsinu frá kl 14 til 21. Boðið er uppá Handbolta, körfubölta, fimleika, badminton, blak ásamt fótboltanum í Herjólfshöllinni og sundinu sem eins og gefur að skilja fer fram í sundlauginni.
  • Sundleikfimi og sjúkraleikfimi er einnig seinnipartinn í lauginni.
  • Hressó er með líkamsræktaraðstöðu í húsinu

Það er því nokkuð ljóst að ALLIR geta fundið eitthvað við sitt hæfi íÍþróttahúsinu.

Framkvæmdir

Miklar framkvæmdir hafa verið í húsinu sem mér finnst hafa lukkast gríðarlega vel. Þegar kom í ljós að skipta þurfti út þakinu að verkefnið væri stórt. Skipta þurfti út lögnum, loftræstingu og fl. Sem eins og gefur að skilja voru úr sér gengin eftir 45 ára þjónustu.

Einnig var búin til svokallaður fjölskyldu klefi sem gjörbreytir aðgengi fyrir fatlaða og gerir það að verkum að fáar sundlaugar á landinu, ef einhver hefur jafn gott aðgengi og Sundlaug Vestmannaeyja.

Fyrir stuttu varð að loka leiklauginni okkar og var ekki hjá því komist. Gat var á botninum og hætta á að börn myndu troða sér í gatið og því lokuðum við lauginni strax í öryggisskyni. Við munum í vikunni byggja yfir laugina og í kjölfarið laga skemmdir og í framhaldinu opnað leiklaugina aftur sem allra fyrst.

Einnig vonumst við til að geta byrjað á kalda pottinum sem fyrst enn allar teikningar og lagnaleiðir liggja fyrir. Ég mun gera mitt besta svo hægt sé að byrja á pottinum sem fyrst ;)

Covid 19

Eins og gefur að skilja hefur þetta verið skrýtið ár. Við höfum sett upp sprittstöðvar við innganga og reynt eftir fremsta megni að gæta að hreinlæti. Enn það er ljóst að í enda dags eru það einstaklingarnir sem heimsækja húsið sem eru mikilvægasti hlekkurinn í keðjunni. Handþvottur og spritt, þið þekkið þetta ;)

Grétar Þór Eyþrórsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvar