9. september 2022

Farsæl Efri ár í Vestmannaeyjum

Starfshópurinn um framtíðarsýn í öldrunarþjónustu hélt framtíðarþing um farsæl efri ár í Vestmannaeyjum í Eldheimum á miðvikudagskvöldið.

Markmið þingsins var að skapa umræðu meðal áhugasamra um öldrunarmál. Draga fram væntingar, viðhorf og hugmyndir um hvernig stuðla megi að farsælum efri árum íbúa í Vestmannaeyjum. Íris bæjarstjóri setti þingið. Farið var yfir þær áskoranir sem takast þarf á við á næstu árum. Einnig var kynning á þeirri þjónustu sem Vestmannaeyjabær veitir í öldrunarmálum. Myndaðir voru vinnuhópar sem stýrt var af borðstjórum sem sáu til þess að allar skoðanir komu fram og héldu utan um niðurstöðurnar. Gerð verður skýrsla úr niðurstöðunum sem verður notuð sem innlegg í stefnumótunarvinnu um framtíðarstefnu öldrunarþjónustu í Vestmannaeyjum. Góð þátttaka var á þinginu.

Vill starfshópurinn þakka öllum sem komu og tóku þátt í þinginu og lögðu sitt af mörkum við mótun öldrunarþjónustunnar í Vestmannaeyjum

Ef fólk sá sér ekki fært að mæta á þingið en vil leggja eitthvað til málanna er hægt að senda tölvupóst á thelma@vestmannaeyjar.is.

  • Starfshopur-eldriborgara
  • Farsaeld-efri-ar-