30. ágúst 2022

Farsæl efri ár í Vestmannaeyjum

Framtíðarþing um farsæl efri ár í Vestmannaeyjum verður haldið í Eldheimum miðvikudaginn 7. september kl. 18:00 – 20:00

Markmið þingsins

Markmið þingsins er að skapa umræðu meðal áhugasamra um öldrunarmál. Draga fram væntingar, viðhorf og hugmyndir um hvernig stuðla megi að farsælum efri árum íbúa í Vestmannaeyjum.

Vilt þú hafa áhrif?

Óskað er eftir þátttakendum á öllum aldri og einnig starfsfólki sem tengist öldrunarmálum.

Fyrirkomulag:

Umræður á borðum sem stýrt er af borðstjórum sem sjá til þess að allar skoðanir komi fram og halda utan um niðurstöðurnar.

Niðurstöður þingsins verða innlegg í stefnumótunarvinnu um framtíðarstefnu öldrunarþjónustu í Vestmannaeyjum.

Vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta.
Skráning á thelma@vestmannaeyjar.is eða í síma 488 2017 

Veitingar í boði

Starfshópur um framtíðarsýn í öldrunarþjónustu