Auglýst er eftir leikskólakennurum í Víkinni 5 ára deild-GRV
Við Víkina 5 ára deild eru þrjár stöður leikskólakennara lausar til umsóknar. Starfshlutfall er 50%, 86,3% og 95%. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.
Menntunar- og hæfnikröfur:
- Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
- Sérhæfing á leikskólastigi eða reynsla af leikskólastarfi.
- Viðkomandi þarf að vera metnaðarfullur, ábyrgur og áhugasamur, vera jákvæður og lipur í samskiptum og hafa sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
- Hafa velferð og þroska barna að leiðarljósi.
- Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð.
Meginverkefni:
Uppeldi og menntun:
- Vinnur að uppeldi og menntun barnanna.
- Fylgist vel með velferð þeirra og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar.
Stjórnun og skipulagning:
- Tekur þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.
- Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra.
Foreldrasamvinna:
- Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna.
- Situr foreldrafundi, sem haldnir eru á vegum leikskólans.
Annað:
- Tekur þátt í samstarfi við ýmsar stofnanir og sérfræðinga sem tengjast leikskólanum í samráði við deildarstjóra.
- Situr starfsmannafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varðar starfsemi leikskólans.
- Sinnir þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum.
Viðkomandi þurfa að geta hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.
ATH. Ef leikskólakennari fæst ekki til starfa munum við ráða í stöðu leiðbeinanda í leikskóla.
Þeir sem ráðnir eru á leikskólann þurfa að veita heimild til að leitað sé upplýsinga úr sakaskrá hjá ríkissaksóknara.
Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og leyfisbréf/prófskírteini auk kynningarbréfs þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni í starfið.
Umsóknir berist með tölvupósti til Guðrúnar S. Þorsteinsdóttur aðstoðarleikskólastjóra í Víkinni-5 ára deild á netfangið gudrun@grv.is
Hvatning er til allra áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2023.