23. nóvember 2021

Atvinna í boði

Yfirfélagsráðgjafi

Vestmannaeyjabær auglýsir eftir yfirfélagsráðgjafa til starfa hjá fjölskyldu- og fræðslusviði Vestmannaeyjabæjar. Um er að ræða 100% stöðuhlutfall. Starfið er á sviði félagsþjónustu- og barnaverndar.

Helstu verkefni yfirfélagsráðgjafa:

 • Umsjón og ábyrgð á fagsviði málaflokks félagsþjónustu og barnaverndar í samstarfi og samráði við framkvæmdastjóra sviðs
 • Með félagsþjónustu er átt við þjónustu, aðstoð og ráðgjöf í tengslum við félagslega ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, málefni barna og ungmenna, húsnæðismál, vímuvarnir o.fl.
 • Með barnavernd er átt við allir þeir þættir sem heyra undir barnavendarlög
 • Vinnur með verkefnastjórnun, áætlanagerð, ársskýrslur, gæðamat og nýsköpun innan málaflokkanna og heldur utan um teymisvinnu og aðra samvinnu félagsþjónustu og barnaverndar við tengslastofnanir innan sem utan sveitarfélagsins
 • Yfirfélagsráðgjafi situr fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs varðandi þau verkefni sem heyra undir starfssvið hans

Menntun og hæfniskröfur:

 • Starfsréttindi sem félagsráðgjafi
 • Reynsla og þekking á barnverndar-, framfærslumálum og félagslegri ráðgjöf
 • Reynsla af stjórnun
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Færni í samskiptum
 • Hæfni í þverfaglegu samstarfi

Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningum við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Upplýsingar veitir Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar (jonp@vestmannaeyjar.is) í síma 488 2000.

Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum á netfangið jonp@vestmannaeyjar.is. Með umsókn þarf að fylgja ferilsskrá um fyrri störf og menntun ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.

Hvatning er til allra áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020 og lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019.

Umsóknarfrestur er til og með 5. desember 2021.