Innheimtu- og bókhaldsfulltrúi Vestmannaeyjabæjar
Vestmannaeyjabær auglýsir laust til umsóknar starf innheimtu- og bókhaldsfulltrúa á stjórnsýslu- og fjármálasviði. Um er að ræða 80% starfshlutfall á dagvinnutíma. Starfið er laust frá 20. ágúst 2022
Helstu verkefni:
- Umsjón með reikningagerð og útgáfu greiðsluseðla
- Umsjón með innheimtu krafna, innheimtu fasteignagjalda og uppgjöri sjóða
- Skráning og uppfærsla innborgana, afstemmingar og önnur almenn bókhaldsstörf
- Móttaka, skönnun, skráning og bókun reikninga
- Upplýsingagjöf og samskipti við stjórnendur og viðskiptamenn
- Upplýsingagjöf og samskipti við bæjarbúa
Hæfniskröfur:
-
Reynsla af bókhalds- og/eða innheimtustörfum
- Starfsréttindi sem viðurkenndur bókari er kostur
- Þekking á Navision eða sambærilegu bókhaldskerfi er kostur
- Góð almenn tölvukunnátta
- Sjálfstæð, skipulögð og nákvæm vinnubrögð
- Jákvætt þjónustuviðhorf og góð hæfni í samskiptum er mikilvægur kostur
Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Upplýsingar um starfið veitir Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs í síma 488 2000 eða með tölvupósti angantyr@vestmannaeyjar.is.
Með umsókn skal fylgja menntunar- og starfsferilsskrá.
Umsóknir skulu berast rafrænt á vefpóstinn postur@vestmannaeyjar.is og merkt innheimtu- og bókhaldsfulltrúi.
Með vísan til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 og laga um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019, eru allir áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, hvattir til að sækja um starfið.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir.
Umsóknarfrestur er 17. ágúst nk.