14. júní 2022

Atvinna í boði

Gítarkennari í Vestmannaeyjum

Tónlistarskóli Vestmannaeyja óskar eftir gítarkennara í 50% starfshlutfall í tímabundna ráðningu með möguleika á aukningu starfshlutfalls og framtíðarstarfi. Ráðningin er frá 1. ágúst 2022 - 31.júlí 2023 með möguleika á fastráðningu að því loknu. Kennt er samkvæmt Aðalnámskrá Tónlistarskólanna.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Tónlistarkennaramenntun, tónlistarmenntun eða reynsla sem nýtist í starfi.
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Metnaður fyrir kennslu nemenda á öllum aldri og öllum námsstigum
  • Áhugi og metnaður fyrir samstarfi innan skólans

Frekari upplýsingar um starfið veitir Jarl Sigurgeirsson í síma 6901167 eða á netfangið jarl@vestmannaeyjar.is

Umsókn, ásamt ferilskrá og vottorð úr sakaskrá skal senda á netfangið: jarl@vestmannaeyjar.is

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Hvatning er til allra áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020.

Umsóknarfrestur er til 10.júlí 2022