24. mars 2021

Afleysingarstaða aðstoðarleikskólastjóra við leikskólann Kirkjugerði

Laus er til umsóknar staða aðstoðarleikskólastjóra leikskólans Kirkjugerðis í Vestmannaeyjum.

Um er að ræða afleysingu vegna fæðingarorlofs í 85-100% stöðu sem skiptist í 30% stjórnun í samráði við leikskólastjóra og 55-70% önnur verkefni, s.s. afleysing á deild, sérkennsla eða deildarstjórnun. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi við leikskólastjóra.

 

Hæfniskröfur:

 • Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
 • Sérhæfing á leikskólastigi eða reynsla af leikskólastarfi.
 • Viðbótarmenntun í stjórnun er æskileg.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum

Helstu verkefni:

 • Er aðstoðarmaður leikskólastjóra og ber ásamt honum ábyrgð á rekstri leikskólans.
 • Er staðgengill í fjarveru leikskólastjóra og starfar þá samkvæmt starfslýsingu hans.
 • Vinnur ásamt leikskólastjóra að daglegri stjórnun leikskólans og skipulagningu uppeldisstarfsins.
 • Heimilt er að aðstoðarleikskólastjóri starfi ekki sem deildarstjóri.
 • Vinnur ásamt leikskólastjóra að daglegri stjórnun leikskólans og skipulagningu uppeldisstarfsins og ef hann starfar jafnframt sem deildarstjóri fer hann þá eftir starfslýsingu hans.
 • Ber ásamt leikskólastjóra ábyrgð á að unnið sé eftir aðalnámskrá leikskóla og skólanámskrá leikskólans, að áætlanir þar um séu gerðar og reglulegt mat fari fram.
 • Sér um samskipti og samvinnu við foreldra í samráði við leikskólastjóra.
 • Situr foreldrafundi, sem haldnir eru á vegum leikskólans.

Umsóknarfrestur er til 6. apríl 2021.

Umsókn, ásamt afriti af leyfisbréfi og ferilskrá, skal senda til leikskólastjóra á netfangið bjarney@vestmannaeyjar.is merkt „Aðstoðarleikskólastjóri Kirkjugerðis“.

Laun eru greidd skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna Félags stjórnenda leikskóla.

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Frekari upplýsingar gefur Bjarney Magnúsdóttir leikskólastjóri Kirkjugerðis í síma 488-2280.

Vestmannaeyjabær vill stuðla að jafnrétti kynja og hvetur því alla óháð kyni til að sækja um stöðuna.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.