15. mars 2021

Aðstoðarfólk á safni

Vestmannaeyjabær auglýsir laust til umsóknar starf aðstoðarfólks á safni.

Um er að ræða 100% starf fyrir tvo einstaklinga í þriggja mánaða átaksverkefni. Starfið felur í sér að skrá, pakka og merkja muni í geymslu Byggðasafns Vestmannaeyja, taka þátt í að flytja safnmunina í aðra geymslu og koma þeim fyrir á hinum nýja stað. Starfið getur einnig falið í sér önnur tilfallandi verkefni í Safnahúsi Vestmannaeyja.

Um er að ræða viðkvæma safnmuni sem þarf að umgangast af varúð. Leitað er að einstaklingum sem eru vandvirkir og nákvæmir í vinnubrögðum, hafa til að bera samskiptahæfni og eiga auðvelt með að vinna skipulega. Starfið er undir umsjón forstöðumanns Safnahúss sem veitir allar nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 15. apríl.

Umsóknir óskast sendar með tölvupósti á netfangið postur@vestmannaeyjar.is og merktar Aðstoðarfólk á safni – átaksverkefni. Einnig er unnt að skila umsóknum til bæjarskrifstofu Vestmannaeyja, Bárustíg 15, 900 Vestmannaeyjum, en þá þurfa umsóknir að hafa borist eigi síðar en 15. apríl. Laun eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.