Fara í efni
07.04.2020 Fréttir

Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna í Vestmannaeyjum 25.03.2020

Deildu

Í dag er fjöldi þeirra sem greinst hafa með staðfest smit í Vestmannaeyjum orðinn 47. Þannig bættust 6 smitaðir í hópinn seint í gærkvöldi en af þeim voru 3 þegar í sóttkví. Fjöldi einstaklinga í sóttkví er orðinn 554. Verulega hefur fækkað í hópi þeirra sem eru að koma erlendis frá og frá áhættusvæðum og fara í 14 daga sóttkví við komuna til landsins. Það skýrist að sjálfsögðu af fækkun ferðalaga. Minnt er á mikilvægi þess að fylgja leiðbeiningum um einangrun og sóttkví. Gætum að eigin smitvörnum. Við erum öll almannavarnir. 

Aðgerðastjórn