Fara í efni
01.05.2022 Fréttir

Baráttudagurinn 1. maí!

Í dag fögnum við verkalýðsdeginum, 1. maí. Í tæp 100 ár hefur dagurinn verið helgaður kröfunni um jafnrétti og ákalli fyrir bættum kjörum fyrir þá sem minna bera úr býtum.

Deildu
Fáni, íslenski fáninn

Dagurinn er miklvæg áminning fyrir okkur öll um að barátta fyrir bættum kjörum er alltaf í gangi.

Hefðbundin dagskrá er í tilefni dagsins í boði fullrúaráðs verkalýðsfélaganna í Vestmanneyjum í Akóges og er húsið opnað kl. 14.

Fyrir hönd Vestmanneyjabæjar óska ég launafólki til hamingju með daginn!

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri