16.mars 2020 - 15:49

Tilkynning um takmarkaðan opnunartíma stofnana Vestmannaeyjabæjar vegna Covid-19

Í ljósi heimsútbreiðslu COVID-19 og tilmæla almannavarna og sóttvarnalæknis, hefur Vestmannaeyjabær gripið til þeirrar ráðstöfunnar að takmarka opnunartíma stofnana bæjarins. Tilgangurinn er að stuðla að öryggi starfsmanna og lágmarka hættu á að þjónustan rofni.

Fjöldatakmarkanir eru í íþróttahúsi.

Athugið að boðið er upp á vistun leikskólabarna annan hvern dag til þess að mæta skilyrðum samkomubannsins.

Opnunartímar stofnana eru sem hér segir:

Stofnun

Opnunartímar á starfsstöð

Grunnskóli Vestmannaeyja

4 kennslustundir á dag. Nánara skipulag kemur frá skóla.

Víkin 5 ára deild

7:45-15:30 (sjá nánari útfærslu frá skóla)

Kirkjugerði

7:45-15:30 (sjá nánari útfærslu frá skóla)

Sóli

7:45-15:30 (sjá nánari útfærslu frá skóla)

Frístund

12-15 í Hamarskóla (sjá nánari útfærslu frá skóla)

Tónlistarskóli

Óbreytt starfsemi. Hópatímar falla niður

Sambýlið

Engar heimsóknir leyfðar

Hraunbúðir

Engar heimsóknir leyfðar

Heimaey hæfingarstöð

Engar heimsóknir leyfðar

Endurvinnslan

Lokuð tímabundið

Eldheimar

13-15 miðvikudaga til sunnudaga

Sagnheimar

13-15 alla virka daga

Bókasafn

13-15 alla virka daga

Héraðsskjalasafn

13-15 alla virka daga

Bæjarskrifstofur- Bárustíg 15

10-12 alla virka daga

Bæjarskrifstofur- Rauðagerði

10-12 alla virka daga

Bæjarskrifstofur- Tæknideild

10-12 alla virka daga

Höfnin

Enginn opnunartími.Vaktsími hafnarvarða 893-0027

Þjónustumiðstöðin

Enginn opnunartími. Símanúmer 488-2500

Féló (félagsmiðstöðin)

Lokað þessa viku vegna flutning og svo endurskoðað

Íþróttamiðstöðin

Óbreyttur opnunartími. Breytt starfsemi (útfærsa auglýst)

Herjólfshöllin

Takmarkaður aðgangur (16 ára og eldri hafa aðgang)

Týsheimilið

Lokað

 

 

Hægt er að beina erindum í gegnum síma á hefðbundnum opnunartímum (dagvinnutíma) eða með tölvupósti á postur@vestmannaeyjar.is. Þeim tilmælum er beint til fólks að beina sem flestum erindum með þeim hætti og takmarka komur á staðinn. Hægt verður að hringja á hefðbundinn hátt í gegnum skiptiborð, s. 488 2000. Ef ekki næst í starfsmann taka þjónustufulltrúar skilaboð.

Hjá nokkrum stofnunum bæjarins hefur verið ákveðið að skipta upp starfsfólki í ninni hópa (þar sem sumir vinna heima og aðrir á vinnustað) til að minnka líkur á að allir veikist á sama tíma og tryggja að þjónustan rofni ekki.

Fjölmennir fundir og viðburðir á vegum bæjarins eru ekki heimilir.

Ákvörðun um skerta opnunartíma stofnana bæjarins á við meðan samkomubann stjórnvalda er í gildi, en ákvörunin endurskoðaðuð reglulega.

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri

 

 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159