1.október 2019 - 14:56

Frístundastyrkur

 Frístundastyrkurinn er fyrir alla á aldrinum 2-18 ára og gildir árið sem þau verða 2 og 18 ára.
 
Styrkurinn er 25.000 kr á ári og má skipta honum niður eða taka hann allan út í einu. Það þarf að hafa kvittun fyrir þeim tómstundum sem greitt hefur verið fyrir til þess að fá endurgreitt.

Hér er slóð til þess að sækja um styrkinn:

https://ibuagatt.vestmannaeyjar.is/MyCases.aspx

  • 1.       Fara inn á íbúagátt
  • 2.       Fara inn í umsóknir
  • 3.       Fara niður og finna tómstundamál
  • 4.       Ýta á umsókn fyrir frístundastyrk
  • 5.       Fylla út umsókn, hengja kvittun við og senda

 

Einnig er hægt að fara niður í ráðhús sem staðsett er á 2. hæð í Landsbankanum með kvittunina meðferðis og fylla þar út umsókn.

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159