18.september 2019 - 13:48

Framhaldskólinn í Vestmannaeyjum 40 ára

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum (FÍV) fagnar 40 ára afmæli á þessu ári. 
 

Skólinn hélt upp á þennan frábæra áfanga á dögunum og færði bæjarstjóri, f.h. Vestmannaeyjabæjar, skólastjóra FÍV grafíkverk, eftir Gíslínu Dögg Bjarkadóttur, að gjöf í tilefni afmælisins.

Rekið hefur verið metnaðarfullt og frábært skólastarf í FÍV um árabil og er Vestmannaeyjabær stoltur af framhaldsskólanum sem er ein mikilvægasta stofnun Eyjanna með um 40 starfsmenn og yfir 200 nemendur. Til hamingju starfsfólk og nemendur FÍV með afmælið. 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159