20.ágúst 2019 - 09:47

Stuðningsfjölskylda

Fjölskyldu –og fræðslusvið Vestmannaeyja óskar eftir fjölskyldu, einstaklingi eða pari til að taka að sér börn og unglinga með fötlun.
 
Hlutverk stuðningsfjölskyldu er að veita tímabundna umsjá í þeim tilgangi að létta álagi af foreldrum og veita börnum og unglingum með fötlun tækifæri til að upplifa nýja reynslu til aukins þroska. Dvöl hjá stuðningsfjölskyldu er samningsbundin til ákveðins tíma. Um verktakagreiðslur er að ræða fyrir u.þ.b. þrjá sólarhringa á mánuði. Umsóknareyðublað má nálgast hjá skrifstofu sviðsins í Rauðagerði. Einnig er hægt að hafa samband beint við Sigurlaugu Vilbergsdóttur til að frá frekari upplýsingar.
 
Sigurlaug þroskaþjálfi s. 4882000

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159