9.júlí 2019 - 12:55

Til hamingju með helgina!

Hátíðarhöldin um nýliðna helgi voru öllum þeim sem komu að undirbúningi þeirra og framkvæmd til mikils sóma.
 
Afmælisnefndin vegna 100 ára kaupstaðarafmælis og Goslokanefndin buðu uppá afar fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá. Menning, saga og mannlíf voru í forgrunni og var þetta samantvinnað með skemmtilegum og frumlegum hætti.
 
Veðrið lék við gesti og allir viðburðir mjög vel sóttir. Mörg þúsund manns sóttu okkur heim og tóku þátt í gleðinni með Eyjamönnum. Afmælisgjöf Vestmanneyjarbæjar til bæjarbúa og gesta voru tvennir frábærir stórtónleikar í Íþróttahúsinu 5. júlí og var nánast  húsfyllir í bæði skiptin.
 
Margt hefur verið gert á þessu ári til að minnast 100 ára afmælisins og verða fleiri viðburðir á dagskrá út allt árið.
 
Afmælisnefndinni, Goslokanefndinni, stafsmönnum bæjarins og öllum öðrum sem lögðu hönd á plóginn við þessi glæsilegu hátíðarhöld eru færðar bestu þakkir fyrir afburða frammistöðu. Einnig ber að að þakka öllum þeim frábæru listamönnum sem komu fram og/eða tóku þátt; og síðast en auðvitað ekki síst Eyjamönnum sjálfum og gestum þeirra  sem sóttu alla þessa viðburði í þúsundatali og sáu til þess að gleðin hafði hér öll völd.
 
Fyrir hönd Vestmanneyjabæjar: Takk fyrir frábæra helgi sem við getum öll verið stolt af!
 
Íris Róbertsdóttir
Bæjarstjóri
 
 
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159