16.maí 2019 - 10:47

Hreinsunardagur 2019

Hrein Heimaey á 100 ára afmælisári bæjarfélagsins
Fimmtudaginn 23. maí n.k. verður almennur hreinsunardagur á Heimaey.
 
 
 
 
 
 
 
 Dagur þessi er að sjálfsögðu hugsaður sem fjölskyldudagur þar sem allir – mamma, pabbi, amma, afi, og krakkarnir – sameinast um að gera Heimaey enn fallegri.
Hugmyndin er að byrja klukkan 17:30 með því að hittast á Stakkagerðistúni, þar verður boðið uppá gillaðar pylsur áður en haldið verður af stað í hreinsunina sem stendur í um tvo tíma.
 
Hreinsunarátak um Hreint Suðurland
Heilbrigðseftirlit Suðurlands stendur fyrir átakinu Hreint Suðurland sem er hreinsunarátak miðað að lóðum og lendum í umdæminu.
Átakið er áskorun til lóðarhafa, íbúa og landeigenda á Suðurlandi, að þeir gangi í það að hreinsa af lóðum sínum og lendum, allt það sem getur valdið ónæði, mengun eða lýti á umhverfinu.
Nánari upplýsingar um átakið er að finna á heimasíðu Heilbrigðiseftirlit Suðurlands www.hsl.is
 
 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159