10.maí 2019 - 14:05

Leikskólinn Kirkjugerði í Vestmannaeyjum óskar eftir að ráða í tímabundna stöðu verkefnastjóra.

 Ráðningarhlutfall og tími.

· Óskað er eftir að viðkomandi hefji störf sem fyrst

· Starfshlutfall er 50%

   Ráðið er í stöðuna til 30. júní 2020

 
 Helstu verkefni:

Vinna við Innleiðing á Hugsmíðahyggjunni

Vinna við Innleiðing á verkefnavinnu  Floorbook

Vinna við gerð verkferla

Vinna við endurskoðun á skólanámskrá

Vinna við gerð matsáætlunar

Önnur verkefni er leikskólastjóri felur viðkomandi.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

·          Leikskólasékennaramenntun, eða önnur menntun sem nýtist í starfi.

·          Góð tölvufærni  og færni til að setja fram hugmyndir í mæltu og rituðu máli

·          Reynsla i  verkefnastjórnun

·          Þekking og reynsla af stefnumótunarvinnu

·          Ábyrgur einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti

·          Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

·          Íslenskukunnátta skilyrði.

Starfskröfur

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingu leikskólakennara má finna á http://ki.is

 

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags leikskólakennara.

Upplýsingar um starfsemi leikskólans er hægt að nálgast á http://kirkjugerdi.leikskolinn.is/

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 24.maí  2019

Upplýsingar gefur Bjarney Magnúsdóttir leikskólastjóri í síma 4882281 einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið bjarney@vestmannaeyjar.is  sem og umsóknum um starfið.

 

Karlar jafnt sem konur er hvattir til að sækja um starfið.

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159