8.maí 2019 - 08:49

Grunnskóli Vestmannaeyja auglýsir eftir aðstoðarskólastjóra við Barnaskóla

Staða aðstoðarskólastjóra við Barnaskóla Vestmannaeyja er laus til umsóknar.

 
Ráðið er í stöðuna frá og með 1. ágúst 2019.

Leitað er einstaklingi sem er tilbúinn  að viðhalda og byggja upp öflugt skólasamfélag af metnaði og dugnaði með gleði, öryggi og virðingu að leiðarljósi.

Helstu verkefni aðstoðarskólastjóra eru:

·         að veita faglega forystu.

·         stjórnun og ábyrgð á daglegri starfsemi Barnaskóla sem staðgengill skólastjóra í fjarveru hans.

·         að stuðla að framþróun skólastarfsins.

·         að koma að ráðningum, mannauðsstjórnun og vinnutilhögun.

·         samskipti við nemendur og foreldra.

·         þekking og góður vilji til að leiða samstarf skólasamfélagins út frá skólastefnu sveitarfélagsins.

Menntun, færni og eiginleikar:

·         Grunnskólakennaramenntun og önnur reynsla skv. lögum nr. 87/2008, 12. gr.

·         Framhaldsmenntun í stjórnun kostur.

·         Reynsla af skipulagi og stjórnun kostur.

·         Mjög góð færni í samskiptum og góð meðmæli þar um.

·         Hvetjandi og góð fyrirmynd.

Umsóknarfrestur er til og með 24. maí 2019.

Laun eru greidd skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna Skólastjórafélags Íslands. Vestmannaeyjabær hvetur karla jafnt sem konur til að sækja um stöðuna.

 

Umsóknir, ásamt ferilskrá og upplýsingum um umsagnaraðila berist á netfangið annaros@grv.is eða drifagunn@vestmannaeyjar.is

Öllum umsóknum verður svarað að loknu ráðningarferli.

 

Nánari upplýsingar veitir Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri s. 488 2202 annaros@grv.is eða Drífa Gunnarsdóttir fræðslufulltrúi s. 488 2000 drifagunn@vestmannaeyjar.is

Barnaskóli er annar tveggja starfsstöðva innan Grunnskóla Vestmannaeyja (GRV) með um 300 nemendur. Í Barnaskóla Vestmannaeyja eru nemendur í 5. – 10. bekk en í Hamarsskóla eru nemendur í 1. – 4. bekk. Við GRV er einn skólastjóri, tveir aðstoðarskólastjórar og þrír deildarstjórar. Heimasíða skólans er www.grv.is

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159