24.apríl 2019 - 11:20

Þjónustuíbúðir við Eyjahraun

Vestmannaeyjabær auglýsir lausar til umsóknir þjónustuíbúðir eldri borgara við Eyjahraun 1, íbúðir D-H. 
 
 Þær eru ætlaðar þeim einstaklingum sem þurfa meiri stuðning og aðstoð en hægt er að veita í heimahúsi en heilsufar ekki orðið það slæmt að þörf er fyrir rými á stofnun. Grundvallarþættir mats fyrir þörf á þjónustuíbúð eru líkamlegt og andlegt heilsufar umsækjanda.

Fjórar íbúðir eru 46,8-48 fermetrar og ein íbúð er 61 fermetri. Leiguverð fylgir leiguverði annarra íbúða hjá Vestmannaeyjabæ. Að auki greiða leigjendur fyrir þjónustupakka, sem m.a. innifelur í sér öryggiskerfi, dagþjónustu frá Hraunbúðum.

Umsóknarfrestur er til 30. apríl nk. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á Rauðagerði, gengið inn norðanmegin. Umsóknum og fylgigögnum skal einnig skilað þangað. Allar nánari upplýsingar veitir Margrét Ingólfsdóttir, í síma 488-2000 eða á netfanginu margret@vestmannaeyjar.is

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159