22.mars 2019 - 10:35

Loðnubrestur- áhrif, afleiðingar og aðgerðir.

Haldinn verður fundur í Þekkingarsetri Vestmannaeyja þriðjudaginn 26. mars kl. 17:30- 18:30.

 
Á fundinum verður farið yfir þá stöðu sem upp er komin í kjölfar þess loðnubrests sem er orðin staðreynd. Fjárhagslegt högg er gríðalegt fyrir samfélag eins og Vestmannaeyjar, fólkið, fyrirtæki og sveitarfélagið, sem á mikið undir loðnuveiðum og vinnslu loðnuafurða.

Fundurinn er öllum opinn.

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159