1.febrúar 2019 - 09:33

Truflanir á símasambandi við stofnanir Vestmannaeyjabæjar

Um helgina verður unnið að yfirfærslu upplýsingakerfis Vestmannaeyjabæjar yfir á nýjan búnað.
 
Starfsfólk bæjarins hefur, eftir atvikum, verið upplýst um yfirfærsluna en ekki er gert ráð fyrir að íbúar verði mikið varir við truflanir á þjónustu, með einni undantekningu þó. Búast má við að símasambandslaust verði við stofnanir bæjarins á meðan símkerfið verður flutt yfir.
 
Leitast verður við að tímasetja þann flutning þannig að hann fari fram á meðan flestar stofnanir bæjarins eru lokaðar, en slíkt á t.d. ekki við um Hraunbúðir. Ef ekki gengur að ná inn á Hraunbúðir þá er bent á að hringja í vaktsímann. Beina númerið þar er: 488-2601 og verður það númer flutt yfir á GSM síma á meðan að á yfirfæslu símkerfisins stendur.
 
Þessi tilkynning verður uppfærð þegar nákvæm tímasetning á flutningi símkerfisins liggur fyrir.
 
Uppfært 4. febrúar
Í kvöld klukkan 22:00 verður símkerfið flutt yfir á nýja vélbúnað, búast má við vandræðum við að ná inn á Hraunbúðir en hægt er að hringja í 488-2601
 
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159