1.febrúar 2019 - 09:04

Brennslu- og orkunýtingarstöð

Drög að tillögu að matsáætlun vegna móttöku-, brennslu- og orkunýtingarstöðvar í Vestmannaeyjum.
Vestmannaeyjabær undirbýr að hefja brennslu úrgangs í nýrri brennslu- og orkunýtingarstöð í byggingu á lóð móttöku- og flokkunarstöðvarinnar við Eldfellsveg. 
 
 
 
 Miðað er við að stöðin geti brennt allt að 4.500 tonnum af úrgangi árlega. Hlutverk brennslunnar verður fyrst og fremst að taka við blönduðum úrgangi, máluðu timbri og öðrum úrgangi sem ekki er hægt að endurvinna og hefur undanfarin ár verið fluttur upp á land til urðunar. Annar úrgangur getur farið í brennsluna eftir því sem hagkvæmt er. Við brennsluna verður til orka og er stefnt að því að nýta hana til að hita upp vatn.
Fyrsta skref í ferli mats á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar er að framkvæmdaraðili vinnur drög að tillögu að matsáætlun. Í áætluninni er lýsing á framkvæmdinni og sagt frá því hvernig fyrirhugað er að meta umhverfisáhrif hennar.
Drög að tillögu að matsáætlun vegna móttöku-, brennslu- og orkunýtingarstöðvar í Vestmannaeyjum má nálgast  hér.
Almennur kynningarfundur verður haldinn í Eldheimum fimmtudaginn 7.febrúar 2019 kl.17.00 til 18.00.
 
Almenningur getur gert athugasemdir við áætlunina og er athugasemdafrestur til og með 15. febrúar 2019.
Athugasemdir má senda með tölvupósti á linda@vestmannaeyjar.is eða til Umhverfis- og framkvæmdasviðs, v/matsáætlun brennslustöð, Skildingavegi 5, 900 Vestmannaeyjum.
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159