Vinnuskóli barna

 

Vinnuskólinn er starfræktur frá júní til ágúst. Allir úr 8., 9. og 10. bekkjum grunnskólanna með lögheimili í Vestmannaeyjum hafa rétt til þátttöku í Vinnuskólanum.

 

Vinnan - vinnutími

 

  1. Flokksstjóri er verkstjóri á vinnustað og honum eiga unglingarnir að hlýða skilyrðislaust.
  2. Flokksstjóra ber að vera hjá sínum flokki á vinnutíma  ( þ.m.t. kaffitíma ).  Honum er ekki heimilt að skilja unglingana eftir eftirlitslaus.  Flokksstjórar færa vinnuskýrslur og eiga að brýna fyrir unglingunum vinnusemi, stundvísi og heiðarleika.

 

Stundvísi

 

  1. Öllum starfsmönnum Vinnuskólans ber að mæta stundvíslega. 
  2. Veikindi og önnur forföll á að tilkynna hið fyrsta til flokksstjóra/yfirflokksstjóra.  Ætlast er til að forráðamenn tilkynni veikindi og önnur forföll.

 

Reglusemi

 

  1. Notkun tóbaks er bönnuð á vinnutíma (þ.m.t. kaffitíma).
  2. Allt búðaráp er bannað á vinnutíma, þ.m.t. kaffitíma.
  3. Notkun farsíma við vinnur er ekki heimil.
  4. Starfsmenn eiga að ganga vel og þrifalega um þar sem þeir eru að vinna og fara vel með þau verkfæri sem notuð eru.

 

Almennar kröfur til unglinga í Vinnuskólanum

 

Þegar unglingur skráir sig í Vinnuskólann er litið svo á að hann sé að sýna áhuga á að taka þátt í starfinu hjá okkur.  Honum ber að vinna þau verkefni sem honum eru falin án þess að stöðugt þurfi að ganga eftir því að hann haldi sig að verki.  Þá ber honum líka að sýna öllum samstarfsmönnum sínum, flokksstjórum og yfirmönnum Vinnuskólans, svo og öllum bæjarbúum fyllstu kurteisi þegar hann er við vinnu.

Flokksstjóri hefur heimild til að senda einstakling heim úr vinnu og skal flokksstjóri hringja heim og tilkynna ástæðu brottvikningar.

Við síendurtekin brot á reglum Vinnuskólans getur yfirflokksstjóri vísað einstaklingi alfarið úr Vinnuskólanum.

F.h. Vinnuskóla Vestmannaeyjabæjar

Margrét Ingólfsdóttir, margret@vestmannaeyjar.is

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159