Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð fer með málefni skipulagsmála, sbr. lög nr. 123/2010, byggingarmála sbr. lög nr. 160/2010, fráveitu bæjarins, sorpeyðinga- og umferðarmála, umferðarmál sbr. lög nr. 50/1987 . Þá hefur ráðið á hendi sinni málefni sem tengjast náttúruvernd og umhverfismálum, þ.m.t. útivistarsvæði og fólkvanga, sbr. lög nr. 44/1999. Ráðið fer jafnframt með ráðstöfun landnytja, s.s. leigu beitilanda og garðlanda, úthlutun veiðileyfa, veitingu leyfa til búfjárhalds, sbr. lög nr. 103/2002. Einnig sér ráðið um fjallskil og fóðurgæslu og fer með hlutverk gróðurverndarnefndar, sbr. lög nr. 17/1965 um landgræðslu. Þá fer ráðið með nýtingu þess húsnæðis sem undir það heyrir auk annarra verkefna sem bæjarstjórn felur ráðinu.

Umhverfis- og skipulagsráð gerir tillögur til bæjarstjórnar um afgreiðslu einstakra mála sem það fær til meðferðar.  Heimilt er að fela ráðinu fullnaðarafgreiðslu mála sem ekki varða verulega fjárhag bæjarsjóðs eða stofnana hans og lög mæli ekki á annan veg, sbr. 51. og 52. gr. Ráðið ákveður skiptingu og ráðstöfun fjár sem ætlað er til einstakra málaflokka þess.

Ef mál sem umhverfis- og skipulagsráð hefur heimild til að afgreiða eru samhljóða samþykkt í ráðinu hefur bæjarstjóri heimild til að láta framkvæma þau. Ef mótatkvæði kemur fram í ráðinu við afgreiðslu máls bíður frekari vinnsla þess afgreiðslu bæjarstjórnar.

Umhverfis- og skipulagsráð skal að jafnaði halda fund tvisvar í mánuði. Aukafundi skal halda, ef bæjarstjóri, formaður ráðsins eða a.m.k. þrír ráðsmenn óska þess.

Fimm aðalmenn og fimm til vara.
 

Aðalmenn:

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, formaður
Drífa Þöll Arnardóttir, varaformaður
Jónatan Guðni Jónsson
Eyþór Harðarson
Margrét Rós Ingólfsdóttir

 

 

Varamenn:
Alfreð Alfreðsson
Bryndís Gísladóttir
Guðjón Örn Sigtryggsson
Esther Bergsdóttir

Thelma Hrund Kristjánsdóttir

 

Framkvæmdastjóri umhverfis og framkvæmdasviðs:
Ólafur Þór Snorrason

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi:
Sigurður Smári Benónýsson

 

 

Fundargerðir Umhverfis- og skipulagsráðs

 
 
 
 
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159