Til foreldra sem nota þjónustu dagforeldra í Vestmannaeyjum 
 
Rekstur og ábyrgð daggæslu í heimahúsum er í höndum dagforeldra sem hafa til þess tilskilin leyfi Vestmannaeyjabæjar sjá  reglugerð 907/2005 um daggæslu barna í heimahúsum . 
Fræðsluráð veitir leyfi fyrir starfseminni að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og hefur eftirlit með henni (sjá III og IV. kafla reglugerðarinnar).
 
Ákvörðun um vistun barns hjá dagforeldri  er ætíð á ábyrgð foreldra og þeim skylt að kynna sér aðstæður hjá dagforeldrinu, hvernig daggæslunni verði háttað o.fl (sjá  VIII kafla reglugerðar).  Áður en gæsla hefst skal dagforeldri fara yfir með foreldri hver sé  ábyrgð hvors aðila um sig meðan á dvöl barnsins í gæslunni stendur (sjá kafla IX um ábyrgð og skyldur dagforeldra).
 
Dagforeldrar og foreldrar barna í daggæslu eru eindregið  hvattir til að kynna sér innihald reglugerðarinnar  vandlega.  
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159