Þjónustuhópur aldraðra

Tveir aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 7. gr. laga um málefni aldraðra nr. 125/1999. Jafnframt tilnefnir héraðslæknir lækni, með sérmenntun á sviði öldrunar- eða heimilislækninga, og hjúkrunarfræðing, með þekkingu á öldrunarþjónustu. Samtök eldri borgara tilnefna einn fulltrúa úr sínum röðum. Bæjarstjórn velur þjónustuhópnum formann úr hópi nefndarmanna.

Aðalmenn:
Sólrún Gunnarsdóttir
deildarstjóri öldrunarmála
Guðrún Hlín Bragadóttir
hjúkrunarforstjóri

læknir
Guðný Bogadóttir
hjúkrunarfræðingur
Hávarður Sigurðsson
fulltrúi eldri borgara

Varamenn:
Guðrún Jónsdóttir
yfirfélagsráðgjafi
Jón Pétursson
framkvæmdastjóri 

Þjónustuhópur aldraðra starfar samkvæmt lögum nr. 125/1999.

Þjónustuhópur aldraðra skal hafa eftirtalin verkefni á starfssvæði sínu:
1. Að fylgjast með heilsufari og félagslegri velferð aldraðra og samhæfa þjónustu.
2. Að gera tillögur til sveitastjórna um öldrunarþjónustu.
3. Að leitast við að tryggja að aldraðir fái þá þjónustu sem þeir þarfnast og kynna öldruðum þá kosti sem í boði eru.
 
 
Þjónustuhópurinn skal í störfum sínum hafa að leiðarljósi það markmið laganna;
  • að aldraðir eigi völ á þeirri heilbrigðis- og félagslegru þjónustu sem þeir þurfa á að halda og að hún sé veitt á því þjónustustigi sem er eðlilegast miðað við þörf og ástand hins aldraða.
  • að aldraðir geti, eins lengi og unnt er, búið við eðlilegt heimilislíf en að jafnframt sé tryggð nauðsynleg stofnþjónusta þegar hennar er þörf.
  • að við framkvæmd laganna sé þess gætt að aldraðir njóti jafnréttis á við aðra þjóðfélagsþegna og að sjálfsákvörðunarréttur þeirra sé virtur.
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159