Svör við algengum spurningum

 

Hvernig sæki ég um byggingarleyfi?

Skipulags- og byggingarnefnd Vestmannaeyja fjallar um byggingarleyfisumsóknir. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum, sem nálgast má HÉR , á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar, eða á skrifstofu Umhverfis- og framkvæmdasviðs að Tangagötu 1.

Byggingarleyfisumsóknum skulu a.m.k. fylgja byggingarnefndateikningar og skráningartafla, sé bygging eða starfsemi hins vegar sérstaks eðlis getur byggingarfulltrúi krafist þess að tilteknir séruppdrættir ásamt greinargerð fylgi með umsókn.

 

 

Hvernig sæki ég um lóð?

Hjá Umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar er að finna lista yfir lausar lóðir í Vestmannaeyjum. , Sótt er um lóð með því að fylla út þar til gert eyðublað, sem hægt er að nálgast á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar HÉR , og skrifstofu Umhverfis- og framkvæmdasviðs að Tangagötu 1, og skila inn á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa á Umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyja að Tangagötu 1. , Skipulags- og byggingarnefnd fjallar svo um lóðarumsóknir og tilkynnir umsækjanda um afgreiðslu um leið og hún liggur fyrir.

 

 

Endurbótalán

Sótt er um endurbótalán til íbúðalánasjóðs. Íbúðalánasjóður afgreiðir ekki endurbótalán fyrr en staðfesting frá óháðum aðila, til að mynda byggingarfulltrúa, liggur fyrir um að verkið hafi verið unnið á þann veg sem fram kemur í verklýsingu. Skipulags- og byggingarfulltrúi Vestmannaeyja framkvæmir slíka úttekt enda hafi verið rétt staðið að framkvæmdum og tilskilinn leyfi liggja fyrir.

 

 

Hvar nálgast ég teikningar af húsinu mínu?

Ljósrit af teikningum húsa í Vestmannaeyjum má nálgast á Kortavef Vestmannaeyjabæjar og á Umhverfis- og framkvæmdasviði. Hægt er að hringja í síma 488-2530 eða senda rafpóst til ritara Umhverfis- og framkvæmdasviðs, inga@vestmannaeyjar.is og teikningarnar munu liggja fyrir næsta virka dag á skrifstofu Umhverfis- og framkvæmdasviðs að Tangagötu 1.

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159