Sæheimar
 
Fiska- og náttúrugripasafn Vestmannaeyja var stofnað 1964.
Aðalhvatamenn um stofnun safnsins voru þeir Guðlaugur Gíslason, þingmaður og Friðrik Jesson, kennari.
Safnið er rekið af Vestmannaeyjakaupstað.
Safninu er skipt í 3 sali, þ.e. fugla-, fiska- og steinasafn.
Í fuglasalnum eru flestir íslenskra varpfugla uppsettir svo og mikill fjöldi flækingsfugla, auk uppstoppaðra krabba og fiska.
Í fuglasalnum eru einnig egg nær allra íslenskra varpfugla svo og skordýrasafn.
Í 12 sjókerum eru að jafnaði allar helstu tegundir nytjafiska sem veiðast við Ísland, auk annarra smærri sjávardýra.
Í steinasalnum er eitt merkasta skrautsteinasafn landsins. Safnið er gjöf hjónanna Unnar Pálsdóttur og Sveins Guðmundssonar.
Einnig er sérsýning um Surtseyjareldana er hófust 14. nóvember 1963. Sýnd er þróun Surtseyjar með líkani, texta og ljósmyndum.
 
Heimilisfang:
Heiðarvegi 12
900 Vestmannaeyjar
Sími:
481-1997
Vaktsími:
863-8228
Fax:
481-2669
Veffang:
Netfang:
saeheimar@saeheimar.is
saeheimar@setur.is
Forstöðumaður:
Margrét Lilja Magnúsdóttir

Opnunartímar náttúrugripasafnsins eru frá 1. maí til 30. sept.kl. 10-17

Frá 1. okt. til 30. apríl á laugardögum kl. 13-16 og eftir samkomulagi.
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159