Öll heimili geta á einfaldan máta hjálpað til við að halda eyjunum okkar fögrum, með því að taka lífrænt heimilissorp og gras og koma því fyrir í moltu þar sem að það brotnar niður á náttúrulegan máta og gerir mjög næringarríka og góða mold.
 ,
Í venjulegu heimilissorpi er 30-50% af þyngdinni lífrænn úrgangur sem mætti jarðgera. Það kemur flestum á óvart að fyrir utan eiturefni eru lífrænar leifar sá úrgangur sem mengar umhverfið mest. Næringarsölt blandast sigvatni og menga grunnvatn, ár og vötn og lofttegundin metan myndast sem á stóran þátt í auknum gróðurhúsaáhrifum. Ef lífræni úrgangurinn er jarðgerður er komið í veg fyrir þessi mengunarvandamál og að auki er búin til dýrmæt gróðurmold. Heimajarðgerð er einnig mjög umhverfisvæn þar sem mengun samfara flutningi, brennslu og urðun sorpsins minnkar eða hverfur. Leiðbeiningar um heimajarðgerð er hægt að nálgast meðal annars hjá umhverfisráðuneytinu. (Af vef Vistvernd í verki)
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159