Grunnskóli Vestmannaeyja

 

Í Vestmannaeyjum er einn grunnskóli, Grunnskóli Vestmannaeyja staðsettur í tveimur starfsstöðvum, Hamarsskóla  og Barnaskóla Vestmannaeyja. Þess má geta að fyrsti barnaskóli landsins var settur á stofn í Vestmannaeyjum árið 1745. Hann starfaði í u.þ.b. 10 ár, en þá voru ekki til peningar til frekari starfrækslu hans.  Barnaskólinn hefur starfað samfleytt í Vestmannaeyjum frá 1880.

 

Grunnskóli Vestmannaeyja er með aldursskiptar starfsstöðvar þar sem nemendur í 1 - 5 bekk eru í Hamarsskóla en 6 - 10 í Barnaskóla Vestmannaeyja.

 

Skólastjóri Grunnskóla Vestmannaeyja er Sigurlás Þorleifsson.

 

Allt um Grunnskóla Vestmannaeyja má finna á vefslóðinni www.grv.is.

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159