Sorpflokkun
 
Almennt sorp - Gráa tunnan
Almennt sorp er í raun blandaður úrgangur frá fyrirtækjum og heimilum. Þetta er að mestu úrgangur sem ekki getur flokkast í skilgreindan endurvinnsluferil og er þar af leiðandi óendurvinnanlegt. Dæmi um almennt sorp frá heimilum er t.d.  bleyjur, umbúðir úr blönduðu hráefni (t.d. plastumbúðir með álfilmu sem ekki er hægt að skilja frá), umbúðir sem ekki er hægt að hreinsa o.fl.
Almennt heimilissorp er sett í Gráu tunnuna.
 
Lífrænt heimilissorp - Brúna tunnan
Hluti af því sorpi sem fellur til á heimilum er lífrænn úrgangur.
Lífrænn úrgangur er sá úrgangur sem er niðurbrjótanlegur af örverum (með eða án tilkomu súrefni), t.d. matarleifar.
Ávextir, grænmeti, brauð, eggjaskurn, kjöt, fisk, pasta, hrísgrjón, tepoka, kaffikorg og þessháttar.
Það sem ekki á að fara í lífrænu tunnuna er t.d:
Ryksugupokar, bleyjur, gler, plast, aska, hunda- og kattasandur, málmar
Ólífrænn úrgangur
 
Endurvinnanlegt sorp - Græna tunnan
Dagblöð —Tímarit —Bæklingar-- Pappi —Mjólkurfernur —Plastumbúðir
Hreinsið umbúðir vel og skolið fernur.
Járn og ál fer í glæran plastpoka í grænu tunnuna
 
- ATH -
Gler fer í plastpoka sem er settur út fyrir framan ruslatunnur.
Járn og ál fer í glæran plastpoka í grænu tunnuna.
 
 
 

 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159