Velkomin til Vestmannaeyja/ Welcome to Vestmannaeyjar brocure

 

Vestmannaeyjar - Götukort

 

Kynningarmynd um Vestmannaeyjar

 

Skemmtiferðaskip 2019

 

Visit Vestmannaeyjar

 

 

 

Ferðamannastaðurinn Vestmannaeyjar

- Vestmannaeyjar heimsækir maður með flugi eða ferju
Í Eyjum er boðið upp á fjölbreytta gistimöguleika, hótel, gistiheimili og tjaldstæði ásamt úrvali veitinga- og skemmtistaða. Boðið er upp á fjölmargar skoðunarferðir á sjó, í lofti og á landi. Stórkostlegt útsýni, fjölskrúðugt fuglalíf, þ.á m. stærstu lundabyggð í heimi.
Eldgosið 1973 lagði Vestmannaeyjabæ næstum í eyði en þrátt fyrir það er þar í dag ein stærsta verstöð landsins. Gosið er ekki aðeins nálægt öllum í minningunni, heldur eru ummerki þess um allan Vestmannaeyjabæ.
Í Vestmannaeyjum er ennfremur að finna eina sædýrasafnið á Íslandi.
Í Eyjum er glæsilegur 18 holu golfvöllur. Auk þess er alltaf spennandi að fara í fuglaskoðun um eyjarnar. Í boði eru óvenjulegar gönguferðir, hestaleiga og sjóstangaveiði. Greiður aðgangur er að íþróttasölum og sundlaug með heitum pottum og gufubaði.

Verið velkomin til Vestmannaeyja.

 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159