Byggingarmál
 
Aðsetur: Skildingavegur 5
Skrifstofa umhverfis-og framkvæmdasviðs er opin alla virka daga frá kl. 8:00 – 17:00. 
Viðtals-og símatími byggingarfulltrúa er milli kl. 10.00 og 12.00 alla virka daga
 
Sími: 488-2530
 
 
Byggingarfulltrúi annast sérafgreiðslur byggingarleyfisumsókna samkvæmt reglugerð nr. 112/2012. Byggingarfulltrúi gengur úr skugga um að aðaluppdrættir séu í samræmi við gildandi skipulag, lög og reglugerðir og ákveður í samræmi við byggingarreglugerð hvaða hönnunargögn skulu lögð fram vegna byggingarleyfis og gengur úr skugga um að þau séu í samræmi við þær reglur er gilda um viðkomandi byggingu eða mannvirki og áritar uppdrætti um samþykkt á þeim.
 
Hvernig skal sækja um byggingarleyfi?
Stöðluðu umsóknareyðublaði er skilað til embættis byggingarfulltrúa í gegnum þjónustuver að Skildingavegi 5. Með umsókn skulu fylgja aðaluppdrættir, útfylltur gátlisti vegna aðaluppdrátta og önnur viðeigandi fylgiskjöl sem eiga við framkvæmdina. Starfsmaður þjónustuvers tekur við umsókninni og framsendir hana til embættis byggingarfulltrúa.
 
Hvenær skal sækja um byggingarleyfi?
Sækja þarf um byggingarleyfi til að grafa grunn fyrir mannvirki, reisa það, rífa eða flytja, breyta því, burðarkerfi þess eða lagnakerfum eða breyta notkun þess, útlit og formi. Byggingarfulltrúinn í Vestmannaeyjum annast útgáfu byggingarleyfa fyrir mannvirki sem staðsett eru í Vestmannaeyjum og er leyfið veitt á grundvelli laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Undanþegið byggingarleyfi eru einnig ýmsar minniháttar framkvæmdar samkvæmt gr. 2.3.5 í byggingarreglugerðinni.
 
Undanþegið byggingarleyfi
Minniháttar framkvæmdir sem eru undanþegnar byggingarleyfi en tilkynningarskyldar. Framkvæmdaraðili ber þó ábyrgð á að ekki skapist hætta fyrir fólk og eignir og að virt séu öll viðeigandi ákvæði reglugerðarinnar. Hann ber jafnframt ábyrgð á að framkvæmd sé í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir og að ekki sé gengið á rétt nágranna.
 
Hverjir geta sótt um byggingarleyfi?
Húseigendur og lóðarhafar eða hönnunarstjóri í umboði þeirra geta sótt um byggingaleyfi.
Samkvæmt byggingarreglugerð nr. 112/2012 ber húseigendum að ráða löggiltan hönnunarstjóra. Hönnunarstjóri hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á því að hönnunargögn séu til staðar og með þeim hætti sem byggingarleyfisumsókn og framkvæmd krefst. Hönnunarstjóri er að öllu jöfnu sá aðili sem annast öll samskipti við embætti byggingarfulltrúa þegar sótt er um byggingarleyfi.
 
Netfang fyrir tilkynningar, fyrirspurnir og umsóknir:
bygg@vestmannaeyjar.is 
 
Skipulags- og byggingafulltrúi er Sigurður Smári Benónýson.
 

Gjaldskrá skipulags-og byggingarmála

 

Samþykkir umhverfis-og skipulagsráðs

 

Umsóknir og eyðublöð


Lög og reglugerðir

 

Lóðir og Teikningar

LAUSAR LÓÐIR (pdf skjal dags. 28.06.2019)
KORTAVEFUR (loftmynd dags. 4.08.2018)
Á kortavef Vestmannaeyjabæjar er ma. að finna upplýsingar um lóðir, samþykktar teikningar, lagnir í jörðu og skipulagsmál.  
ATH: varðandi allar jarðvegsframkvæmdir skal leita upplýsinga um lagnir hjá viðkomandi veitufyrirtæki og -eða hjá Vestmannaeyjabæ.
 
Hægt er að kaupa ljósrit af teikningum flestra húsa bæjarins á skrifstofu skipulags- og byggingafulltrúa, og eru þá í flestum tilfellum til grunnteikningar, lagnateikningar, útlitsteikningar og afstöðuteikningar.
 
Skipulags- og byggingafulltrúi
 
 
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159