23.03.2020

Umhverfis- og skipulagsráð - 321

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja
321. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja.
23. mars 2020 og hófst hann kl. 16:05
Fundurinn fór fram í gegnum fjarfundabúnað.
 
Fundinn sátu:
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir formaður, Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður, Drífa Þöll Arnardóttir aðalmaður, Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður, Eyþór Harðarson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
Dagskrá:
 
1. Smáragata 1 - Umsókn um byggingarleyfi - 202003079
Lögð fram umsókn lóðarhafa. Aníta Óðinsdóttir sækir um leyfi fyrir breytingum á íbúðarhúsi og bílgeymslu samtengt íbúðarhúsi sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Smáragötu 3, 10, 12 og Fjólugötu 25, 27, 29.
 
 
2. Illugagata 49 - Umsókn um byggingarleyfi - viðbygging - 202003080
Lögð fram umsókn lóðarhafa. Haraldur Guðbrandsson sækir um leyfi fyrir stækkun á íbúðarhúsi sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu
fyrir lóðarhöfum Illugagötu 47, 51 og Kirkjuvegi 101.
 
 
3. Búhamar 90. Umsókn um lóð - 202003088
Þórdís Gyða Magnúsdóttir og Baldvin Þór Sigurbjörsson sækja um íbúðarhúsalóð nr. 90 í Búhamri.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að úthluta lóð. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 1. okt. 2020.
 
 
4. Brekastígur 7B. og 11B. Umsókn um breytingar á lóðarmörkum. - 202003040
Tekið fyrir bréf lóðarhafa Brekastíg 7B. og 11B. Óskað er eftir að breyta lóðarmörkum sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt. Ráðið felur Skipulags- og byggingarfulltrúar að ganga frá nýjum lóðarleigusamningum.
 
 
5. Vigtartorg - umsókn um stöðuleyfi - 202003037
Óttar Steingrímsson f.h. Island Adventure sækir um stöðuleyfi á Vigtartorgi frá 1. maí til 30. sept. 2020.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt. Staðsetning söluskúra skal vera í samráði við starfsmenn Umhverfis- og framkvæmdasviðs.
 
 
6. Vigtartorg - umsókn um stöðuleyfi - 202002063
Egill Arnar Arngrímsson f.h. Stakkó ehf. sækir um stöðuleyfi á Vigtartorgi frá 1. apríl til 30. sept. 2020.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt. Staðsetning söluskúra skal vera í samráði við starfsmenn Umhverfis- og framkvæmdasviðs.
 
 
7. Vigtartorg - umsókn um stöðuleyfi - 202002033
Haraldur Geir Hlöðversson f.h. Seabirds and Cliff Adventur ehf. sækir um stöðuleyfi á Vigtartorgi frá 1. maí til 30. sept. 2020.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt. Staðsetning söluskúra skal vera í samráði við starfsmenn Umhverfis- og framkvæmdasviðs.
 
 
8. Básasker - umsókn um stöðuleyfi - 202003075
Íris Sif Hermannsdóttir f.h. Eyjatours ehf. sækir um stöðuleyfi við Básaskersbryggju fyrir árið 2020.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
9. Básasker - umsókn um stöðuleyfi - 202003078
Guðmundur Ásgeirsson f.h. Ribsafari ehf. sækir um stöðuleyfi við Básaskersbryggju fyrir árið 2020.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
10. Básasker - umsókn um stöðuleyfi - 202003101
Gunnar I. Gíslason f.h. VE travel ehf. sækir um stöðuleyfi við Básaskersbryggju fyrir árið 2020.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:40
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159