03.03.2020

Bæjarráð - 3121

 

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3121. fundur

Bæjarráðs Vestmannaeyja

haldinn Fundarsal að Bárustíg 15 efri hæð.,

3. mars 2020 og hófst hann kl. 12:00

 

 

Fundinn sátu:

Njáll Ragnarsson formaður, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður, Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri.

 

 

Fundargerð ritaði:  Sigurbergur Ármannsson, fjármálastjóri

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

Fundargerðir almannavarnarnefndar - 201506055

 

Fyrir bæjarráði lá fundargerð Almannavarnanefndar frá 7. febrúar s.l.

   
 

Niðurstaða

 

Í fundagerð almannavarnanefndar frá 7. febrúar sl. var m.a. rætt um óvissustig vegna COVID-19 veirusýkingarinnar.
Síðast liðinn laugardag fundaði Almannavarnanefnd Vestmannaeyja og Rauði krossinn í Vestmannaeyjum vegna COVID-19 veirusýkingarinnar. Fundurinn nú var haldinn af því tilefni að á föstudag 28. febrúar greindist fyrsta tilfellið á Íslandi og var viðbúnaðarstig almannavarna hækkað úr óvissustigi í hættustig á landsvísu. Sendi Almannavarnarnefnd Vestmannaeyja frá sér ítarlega fréttatilkynningu í framhaldi af fundinum.

Bæjarráð hvetur fólk til að fylgjast vel með og fara að fyrirmælum landlækins.

     

2.

Skildingavegur 4 kaup á húsnæði - 202002034

 

Fyrir bæjarráði lá kauptilboð Vestmannaeyjahafnar í fasteignina Skildingavegur 4, fastanr. 218-4527. Kaupverð samkvæmt kauptilboði er 30.000.000 kr. Ennfremur lá fyrir bæjarráði viðauki 1 við fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2020 vegna fjárfestinga Vestmannaeyjahafnar upp á 30.000.000 kr.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi kauptilboð og viðauka 1 vegna fjárhagsáætlunar Vestmannaeyjabæjar 2020.

     

3.

Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna - 202002121

 

Fyrir bæjarráði lá erindi frá félagsmálaráðuneytinu vegna Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Nú þegar hafa þrjú sveitarfélög innleitt verkefnið barnvæn sveitarfélög. Með stuðningi Félags- og barnamálaráðherra mun nú öllum sveitarfélögum á landinu standa til boða að gerast barnvæn sveitarfélög á næstu árum. Barnvæn sveitarfélög er verkfærakista og líkan sem styður við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna inn í stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélaga. Opnað hefur verið fyrir umsóknir og er áhugasömum sveitarfélögum um allt land hvött til að kynna sér verkefnið og skrá sig til leiks.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjaráð tekur vel í erindið og er jákvætt fyrir innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Ráðið felur framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs að óska eftir nánari kynningu á verkefninu og að það verði kostnaðarmetið. Þá óskar bæjarráð umsagnar fjölskyldu- og tómstundaráðs og fræðsluráðs á verkefninu og mun í framhaldinu taka málið aftur upp.

     

4.

Herjólfsbær - gjafabréf og afsal - 202002110

 

Fyrir bæjarráði lá til kynningar gjafabréf og afsal þar sem Herjólfsbær, lista og menningarfélag gefur Vestmannaeyjabæ Herjólfsbæ.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð þakkar enn og aftur kærlega fyrir höfðinglega gjöf. Bæjarráð felur framkvæmdarstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að auglýsa eftir samsstarfsaðilum um nýtingu og rekstur Herjólfsbæjar.

     

5.

Umsagnir frá Alþingi - bæjarráð - 201904142

 

Til umræðu var beiðni Alþingis um umsangir um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Frestur til að senda inn umsagnir er til 19. mars 2020.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð fagnar þingsályktunartillögu um atkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri og telur mikilvægt að landsmenn allir geti sagt hug sinn varðandi framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar.

Flugsamgöngur eru ein forsenda dreifðrar byggðar í landinu og skiptir sköpum fyrir íbúa landsbyggðarinnar að geta á fljótan og öruggan hátt sótt þá þjónustu sem einungis er í boði í höfuðborginni, einkum og sér í lagi aðgengi að heilbrigðisþjónustu á Landspítalanum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn f.h. ráðsins í samræmi við umræður á fundinum.

     

6.

Umræða um heilbrigðismál - 201810114

 

Í morgun fundaði bæjarráð með forstjóra og fjármálastjóra HSU varðandi húsnæðismál stofnunarinnar.

   
 

Niðurstaða

 

Forstjóri og fjármálastjóri HSU kynntu fyrir bæjarráði fyrirhugaðar breytingar á húsnæði HSU í Vestmannaeyjum.

Bæjarráð þakkar kynninguna.

     

7.

Umsókn um tækifærisleyfi fyrir FÍV að halda skólaball - 202002090

 

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hefur óskað eftir umsögn Vestmannaeyjabæjar um umsókn Daníels Scheving Pálssonar fyrir hönd Nemendafélags Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum vegna tækifærisleyfis til að halda árshátíð 19. mars n.k. frá kl. 19:00 til 01:00 þann 20. mars n.k.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð veitir umsókninni jákvæða umsögn að því gefnu að farið sé að skilyrðum sýslumanns og með fyrirvara um jákvæða umsögn hlutaðeigandi eftirlitsaðila.

Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi samkomustaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

     

8.

Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis fyrir Pennann ehf. - 202002123

 

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hefur óskað eftir umsögn Vestmannaeyjabæjar um umsókn Ingimars Jónssonar fyrir hönd Pennans ehf um rekstrarleyfi fyrir Pennann vegna reksturs veitingastaðar í flokki II.

   
 

Niðurstaða

 

Bæjarráð veitir umsókninni jákvæða umsögn að því gefnu að farið sé að skilyrðum sýslumanns og með fyrirvara um jákvæða umsögn hlutaðeigandi eftirlitsaðila.

Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi veitingastaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

     

9.

Trúnaðarmál lögð fyrir bæjarráð - 200708078

   
 

Niðurstaða

 

Afgreiðsla trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálafundargerð.

     

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159