02.03.2020

Umhverfis- og skipulagsráð - 320

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 320. fundur
Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
2. mars 2020 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir formaður, Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður, Drífa Þöll Arnardóttir aðalmaður, Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður, Eyþór Harðarson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
Drífa Þöll Arnardóttir vék af fundi í 9. máli.
 
Dagskrá:
 
1. Bárustígur 8. Umsókn um byggingarleyfi - breyting á skipulagi - 201912065
Tekið fyrir að nýju umsókn lóðarhafa.
Andri Þór Gylfason fh. lóðarhafa Bárustíg 8. óskar eftir breytingum á skipulagsskilmálum lóðar. Óskað er eftir að byggja íbúð á tveimur hæðum með þaksvölum sbr. innsend gögn. Erindið var sent til grenndarkynningar sbr. ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010. Eitt bréf með athugasemdum barst ráðinu á kynningartíma.
 
Niðurstaða
Umhverfis- og skipulagsráð getur ekki tekið undir athugasemdir sem koma fram í innsendu bréfi. Eitt af meginmarkmiðum Aðalskipulags er að þétta byggð á miðbæjarsvæði og fylla í þær eyður sem eru í byggðinni, fjölga íbúðum, sérstaklega á efri hæðum. Bárustígur 8 er gott dæmi um þéttingu byggðar. Skuggavarpsteikningar sýna að skuggavarp þeirrar hækkunar á byggingarreit sem um ræðir hefur hverfandi áhrif á nærliggjandi hús. Sem fyrr er vandasamt að þétta byggð. Bárustígur 8 er áberandi í bæjarmyndinni og leggur því ráðið ríka áherslu á að hönnun mannvirkis muni klæða ásýnd bæjarins sbr. markmið Aðalskipulagsins.
 
Ráðið samþykkir breytingartillögu deiliskipulags sbr. ákvæði Skipulagslaga nr.123/2010.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
2. Heimagata 20. Umsókn um byggingarleyfi - einbýlishús - 202001122
Tekið fyrir að nýju umsókn lóðarhafa.
Eyjólfur Pétursson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi sbr. innsend gögn. Erindið var sent til grenndarkynningar sbr. ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
3. Ofanleitisvegur 27. Umsókn um byggingarleyfi - atvinnuhúsnæði - 201902116
Lagt fram erindi lóðarhafa. Sótt er um leyfi fyrir breytingum á teikningum sem samþykktar voru á 302 fundi ráðsins. Óskað er eftir leyfi fyrir stækkun til vesturs, hækkun á húsi og breytingum á útliti sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir breytingar og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
4. Fjólugata 11. Umsókn um byggingarleyfi - sólhús - 202002064
Tekið fyrir erindi lóðarhafa. Sótt er um leyfi fyrir að endurbyggja sólstofu sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
5. Strandvegur 79. Umsókn um byggingarleyfi - breytt notkun. - 202002128
Gísli Matthías Auðunsson f.h. eigenda sækir um leyfi fyrir útlitsbreytingum og breyttri notkun á jarðhæð, úr lagerhúsnæði í veitingahús sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
6. Ofanleitisvegur 5. Umsókn um sumarhúsalóð - 202002075
Hafþór Ólason og Bryndís Hauksdóttir sækja um lóð nr. 5 í frístundahúsabyggð við Ofanleiti.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að úthluta lóð. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 1. sept. 2020.
 
 
7. Vestmannabraut 5. Umsókn um stækkun lóðar. - 202002129
Halldór Hjörleifsson fh. lóðarhafa sækir um stækkun lóðar til austurs sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið frestar afgreiðslu erindis og felur byggingarfulltrúa að ræða við lóðarhafa.
 
 
8. Hrauntún 59 - umsókn um bílastæði á lóð - 202002087
Tryggvi Már Sæmundsson fh. lóðarhafa sækir um leyfi fyrir að stækka innkeyrslu til vesturs sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið.
Ef breyta þarf gangstétt eða lögnum vegna framkvæmda skal það gert í samráði við Umhverfis-og framkvæmdasvið. Allar framkvæmdir í tengslum við innkeyrslu og bílastæði eru á kostnað leyfishafa.
 
9. Strandvegur 69-71 - fyrirspurn - 202002065
Lögð fram fyrirspurn. Óskað er eftir heimild til að útbúa fjórar íbúðir á annari hæð atvinnuhúsnæðis Strandvegi 69-71.
Eigendur fasteigna Strandvegi 65, 65b, 67, 67b og 69 undirrita meðmæli með breytingum á notkun húsnæðis.
 
Niðurstaða
Ráðið er hlynnt erindinu með vísan til ákvæða Aðalskipulags fyrir svæði AT-5. Í Aðalskipulagi stendur ma. Íbúðir eru heimilar á efri hæðum en skilyrt er að á jarðhæð skal vera atvinnustarfsemi. Núverandi íbúum, væntanlegum í búum og öðrum hagsmunaaðilum skal vera ljóst að starfsemi á og við svæðið fylgja umsvif s.s. vegna umferðar, hávaða og lyktar, sem eðlilegt er að fylgi slíkri starfsemi innan þeirra marka sem starfsleyfi geta um.
 
 
10. Þjónustukönnun Gallup - 201801019
Umhverfis- og skipulagsráð fjallaði um umræður og ábendingar sem komu fram á íbúafundi 5. febrúar sl. á borði umhverfis- og skipulagsráðs. Margar góðar hugmyndir komu fram í umræðum sem og ábendingar um það sem betur mætti fara.
 
Niðurstaða
Umhverfis- og skipulagsráð þakkar öllum þeim sem lögðu leið sína á íbúafundinn 5. febrúar sl. Mikilvægt er að íbúar í Vestmannaeyjum geti komið á framfæri skoðunum sínum og ábendingum við bæjaryfirvöld og rætt það sem vel er gert og það sem betur má fara. Umhverfis- og skipulagsráð þakkar þær ábendingar sem bárust á borði umhverfis- og skipulagsráðs og mun hafa þær til hliðsjónar í framtíðinni.
 
11. Skipulagsfulltrúi - 201805023
Framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasvið kynnti fyrir ráðinu starf Skipulags- og umhverfisfulltrúa sem fyrirhugað er að auglýsa á næstu misserum.
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:27
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159