19.02.2020

Fræðsluráð - 326

 
 Fræðsluráð - 326. fundur

Fræðsluráðs

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

19. febrúar 2020 og hófst hann kl. 16:15

 

Fundinn sátu:

Elís Jónsson formaður, Arna Huld Sigurðardóttir varaformaður, Aníta Jóhannsdóttir aðalmaður, Silja Rós Guðjónsdóttir aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Drífa Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Anna Rós Hallgrímsdóttir starfsmaður sviðs, Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir starfsmaður sviðs, Helga Björk Ólafsdóttir og Kolbrún Matthíasdóttir.

 

Fundargerð ritaði:  Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi

 

Dagskrá:

 

1.

Framtíðarsýn og áherslur í menntamálum. - 201411027

 

Skipan í faghóp sem hefur það verkefni að stýra vinnu við gerð nýrrar framtíðarsýnar. Framhald af 3. máli 325. fundar fræðsluráðs frá 15. janúar sl.

   
 

Niðurstaða

 

Fræðsluráð leggur ríka áherslu á vandaða vinnu og breiða aðkomu fagaðila. Fræðsluráð skipar í starfshópinn:
Fræðslufulltrúa sem formann faghóps, kennsluráðgjafa grunnskóla sem ritara faghóps, ásamt sérkennsluráðgjafa leikskóla, skólastjóra grunnskólans, leikskólastjóra Kirkjugerðis og Sóla, fulltrúa leikskólakennara, fulltrúa kennara úr Hamarskóla (af yngsta stigi GRV), fulltrúa kennara úr Barnaskóla (af mið- eða elsta stig GRV), aðstoðarskólastjóra 5. ára deildar GRV, námsráðgjafa og fulltrúa foreldrafélags GRV.

Faghópurinn skili drögum til fræðsluráðs í september nk. og skal faghópur hafa lokið störfum fyrir lok nóvember 2020. Mikilvægt er að skólaráð, foreldraráð leikskóla, fulltrúar nemenda og nýstofnað ungmennaráð fái tækifæri til að rýna í vinnu og niðurstöður starfshópsins.

     

2.

Ábendingar frá íbúafundi 5. febrúar 2020 - 202002054

 

Ábendingar frá íbúafundi sem haldinn var 5. febrúar sl. og varða fræðsluráð kynntar ráðinu.

   
 

Niðurstaða

 

Fræðsluráð þakkar öllum þeim sem lögðu leið sína á íbúafundinn 5. febrúar sl. Mikilvægt er að íbúar í Vestmannaeyjum geti komið á framfræi skoðunum sínum og ábendingum ásamt því að ræða það sem vel er gert og það sem betur má fara. Fræðsluráð þakkar þær ábendingar sem bárust á borð fræðsluráðs og mun hafa þær til hliðsjónar við ákvarðanir þess í framtíðinni.

     

3.

Könnun ASÍ á gjaldskrám leikskóla og frístundar - 202002055

 

Niðurstöður könnunar ASÍ á gjaldskrá leikskóla, skóladagvistunar og skólamat til kynningar og umræðu.

   
 

Niðurstaða

 

Fræðsluráð mun halda áfram að fylgjast með gjaldskrám sem snúa að barnafjölskyldum og leitast við að tryggja sem besta þjónustu og sanngjarna gjaldskrá því tengt.

     

4.

Dagvistun í heimahúsum-viðhorfskönnun - 201105032

 

Niðurstöður viðhorfskönnunar sem gerð var meðal foreldra sem nýttu þjónustu dagforeldra árið 2019.

   
 

Niðurstaða

 

Könnunin var send út á rafrænu formi til foreldra 29 barna sem nýttu þjónustu dagforeldra og svöruðu 16 foreldrar könnuninni eða um 55% Spurt var um ánægju foreldra með þjónustu dagforeldris, aðstöðu og líðan barns. Niðurstöður sýndu að foreldrar eru afar ánægðir með þjónustu dagforeldra í Eyjum.
Ráðið þakkar kynninguna.

     

5.

Trúnaðarmál fræðsluráðs - 201807073

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir trúnaðarmál.

   
 

Niðurstaða

 

Niðurstöður trúnaðarmála eru færðar í sérstaka trúnaðarmálabók fræðslusráðs.

     

                                                       

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:38

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159